Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Danir telja tvö andlát tengjast bóluefni Astra Zeneca

08.07.2021 - 15:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Lyfjastofnun Danmerkur hefur nú staðfest að tvö tilkynntra dauðsfalla þar í landi megi að hluta til rekja til bóluefnisins Astra Zeneca. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Danmerkur kemur fram að í báðum tilvikum hafi einstaklingarnir fengið blóðtappa og svokallaðan VITT-sjúkdóm sem er afar sjaldgæf aukaverkun. Í sömu tilkynningu kemur þó fram að þau telji einhver tengsl líkleg en aðrar ástæður, svo sem undirliggjandi sjúkdómar, séu mun líklegri skýring.

Lyfjastofnun Danmerkur hefur, til viðbótar við tilfellin tvö, haft eitt tilfelli til skoðunar en öll sneru þau að sams konar veikindum. Stofnunin metur sem svo að líklegt sé að veikindin megi rekja til bóluefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu Lyfjastofnunar Danmerku sendi frá sér í dag en danska ríkisútvarpið, DR, greinir frá. 

Þegar hafði verið greint frá andlátunum í Danmörku í mars síðastliðnum en þá voru málin enn til skoðunar. Þá hafði VITT-sjúkdómurinn ekki verið staðfestur. Sjúkdómurinn er afar sjaldgæf aukaverkun Astra Zeneca og Janssen bóluefna.  Þá myndar hinn bólu­setti ekki einungis mót­efni gegn CO­VID-19 heldur einnig gegn tegund af blóð­flögum sem stýra storknunar­eigin­leikum blóðsins.

Dönsk heilbrigðistyfirvöld hættu notkun á bóluefni Astra Zeneca í apríl og bóluefni Janssen fylgdi eftir í maí.