Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fyrst frumbyggja í embætti landstjóra

06.07.2021 - 15:11
Mary Simon speaks during an announcement at the Canadian Museum of History in Gatineau, Que., on Tuesday, July 6, 2021. Simon, an Inuk leader and former Canadian diplomat, has been named as Canada's next governor general — the first Indigenous person to serve in the role.  (Sean Kilpatrick/The Canadian Press via AP)
 Mynd: AP - The Canadian Press
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, skipaði í dag Mary Simon í embætti landstjóra. Hún er fyrst frumbyggja í Kanada til að gegna embættinu og verða þar með fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar í landinu.

Simon er frá smáþorpi við strönd Ungava-flóa í norðausturhluta Quebec. Hún vann við dagskrárgerð hjá kanadíska ríkisútvarpinu áður en hún hóf að berjast fyrir mannréttindum frumbyggja í landinu.

Justin Trudeau sagði þegar hann tilkynnti skipan hennar í embætti að drottning hefði fallist á tilnefninguna.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV