RÚV og Rás 2 standa fyrir Tónaflóði um landið á föstudögum í júlí. Um 400 Vestmanneyingar voru samankomnir á fyrstu tónleikunum og skein gleðin úr hverju andliti. Heimamenn voru greinilega ánægðir með að geta loksins hist saman og skemmt sér, án gríma og samkomutakmarkana.
Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Bryndís Jakobsdóttir fluttu hin ýmsu íslensku lög með stuðningi Sverris Bergmann og húsbandsins Albatross.
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson fluttu lagið Á sama tíma, á sama stað við mjög góðar undirtektir.