Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Frábær stemmning á Tónaflóði um landið í Eyjum

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Freyr - RÚV

Frábær stemmning á Tónaflóði um landið í Eyjum

05.07.2021 - 11:47

Höfundar

Þakið ætlaði hreinlega að rifna af Höllinni í Vestmannaeyjum í fyrsta þætti af Tónaflóði um landið. Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Bryndís Jakobsdóttir fluttu tónlist við frábærar undirtektir.

RÚV og Rás 2 standa fyrir Tónaflóði um landið á föstudögum í júlí. Um 400 Vestmanneyingar voru samankomnir á fyrstu tónleikunum og skein gleðin úr hverju andliti. Heimamenn voru greinilega ánægðir með að geta loksins hist saman og skemmt sér, án gríma og samkomutakmarkana.

Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Bryndís Jakobsdóttir fluttu hin ýmsu íslensku lög með stuðningi Sverris Bergmann og húsbandsins Albatross.

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson fluttu lagið Á sama tíma, á sama stað við mjög góðar undirtektir.

Mynd: Rúnar Freyr / RÚV
400 Vestmanneyingar skemmtu sér vel á Tónaflóði í Höllinni.

Tónaflóð um landið heldur áfram næsta föstudag, en þá verða  tónleikarnir í félagsheimilinu á Bíldudal. Ekki verður þar minna um dýrðir, meðal þeirra sem koma þar fram verða stórstjörnurnar Laddi, Ragga Gísla, Emmsjé Gauti og GDRN.

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Tónlist

Tónaflóð um landið