Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Enski boltinn verður áfram hjá Símanum

05.07.2021 - 16:43
epa07986583 Mohamed Salah (R) of Liverpool in action against Raheem Sterling (L) of Manchester City during the English Premier League soccer match between Liverpool FC and Manchester City in Liverpool, Britain, 10 November 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA
Enski boltinn verður áfram hjá Símanum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagðist ekki geta staðfest það en gat upplýst að fyrirtækinu hefði verið boðið til áframhaldandi viðræðna um framhaldið eftir næsta tímabil. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður Síminnn með sýningarréttinn til ársins 2025.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gerðu bæði Sýn og streymisveitan Viaplay einnig tilboð í sýningarréttinn.

Tveir íslenskir landsliðsmenn eru á mála hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni; Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley og Gylfi Þór Sigurðsson spilar með Everton.

Viaplay hefur gert sig gildandi hér á landi að undanförnu og hefur meðal annars tryggt sér sýningarrétt að leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá 2022 til 2028.

Streymisveitan verður einnig með Meistaradeildina í knattspyrnu ásamt Sýn. Viaplay er með sýningarréttinn að enska boltanum á Norðurlöndunum.   

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV