Enski boltinn verður áfram hjá Símanum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagðist ekki geta staðfest það en gat upplýst að fyrirtækinu hefði verið boðið til áframhaldandi viðræðna um framhaldið eftir næsta tímabil. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður Síminnn með sýningarréttinn til ársins 2025.