Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Þyrla flutti slasaðan mann úr Herdísarvík

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti á fjórða tímanum karlmann úr Herdísarvík í Árnessýslu á Landspítalann í Fossvogi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni skar maðurinn sig á járni, en ekki fást upplýsingar um líðan hans að svo stöddu.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV