Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Palestínumaður skotinn til bana á Vesturbakkanum

epa09317543 Israeli soldiers are deployed at the illegal outpost settlement of Eviatar, next to the Palestinian village of Beita near the West Bank city of Nablus, 02 July 2021. The government of Prime Minister Naftali Bennett had an agreement with settlers at the illegal settlement post of Eviatar by which Jewish settlers will evacuate the area by 13:00 UTC on 02 July and the Israeli army will take over and assess building and populating in the area.  EPA-EFE/ATEF SAFADI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelsher skaut palestínskan mann á þrítugsaldri til bana og særði tvo aðra á Vesturbakkanum í dag. Í yfirslýsingu Ísraelshers segir að herinn hafi gripið inn í átök á milli Palestínumanna og landtökumanna. Skotið hafi verið á mann sem grunaður var um að kasta grunsamlegum hlut sem sprakk nærri hermönnum, segir í yfirlýsingunni. 

Samkvæmt Wafa, fréttastofu Palestínu, voru Palestínumenn í þorpinu Qusra á Vesturbakkanum að bægja frá árás harðlínu landtökumanna. Ísraelsher segir tugi Palestínumanna og landtökumanna hafa staðið í pústrum, og þeir hafi meðal annars kastað grjóti hver í annan. Hermenn á svæðinu gengu á milli og segir í yfirlýsingu hersins að þá hafi maðuirnn kastað hlut sem sprakk nærri hermönnunum. Því var svarað með skotárás á manninn.

Ísraelsher réðist einnig á hernaðarleg skotmörk á Gaza í dag, að sögn AFP fréttastofunnar til að svara eldblöðruárásum sem hafa valdið eldsvoðum í Ísrael undanfarna daga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna árásanna.