Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

300 heilbrigðisstarfsmenn mótmæla bólusetningarskyldu

epa08316906 An external view of the Chigi Palace during the meeting between Vice President of Forza Italia party Antonio Tajani, Secretary of Lega party Matteo Salvini and President of Fratelli d'Italia party, Giorgia Meloni, with Italian Prime Minister Giuseppe Conte at the Chigi Palace in Rome, Italy, 23 March 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/FABIO FRUSTACI
Chigi-höllin í Róm, embættisbústaður forsætisráðherra Ítalíu. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Þrjú hundruð ítalskir heilbrigðisstarfsmenn hafa tekið höndum saman í hópmálsókn þar sem látið er reyna á skyldu heilbrigðisstarfsmanna í landinu til bólusetningar gegn Covid-19. Málið verður tekið fyrir 14. júlí.

„Þetta er ekki barátta andstæðinga bólusetningar, heldur barátta fyrir lýðræðislegum réttindum,“ hefur dagblaðið Gironale di Brescia eftir Daniele Granara, lögmanni og sérfræðingi í stjórnskipunarrétti, sem flytur málið fyrir hönd heilbrigðisstarfsmannanna.

Ítalska þingið samþykkti í apríl lög sem skylda alla þá sem vinna innan heilbrigðiskerfisins, allt frá apótekum til sjúkrahúsa, til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19 eða verða ellegar sendir í tímabundið launalaust leyfi þar til hægt er að finna þeim minna viðkvæma stöðu.

Um 52,7 milljónir bóluefnaskammta hafa verið gefnar á Ítalíu. Um 36 prósent fullorðinna Ítala hafa verið fullbólusett og um 30 prósent til viðbótar fengið fyrri skammt bóluefnis.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV