Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Samfylkingin undir tíu prósenta fylgi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samfylkingin mælist með 9,9 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi flokksins fellur um 2,5 prósentustig milli mánaða og hefur ekki mælst minna á kjörtímabilinu. Flokkurinn fengi sex þingmenn kjörna, einum færri en í síðustu kosningum.

Píratar auka á móti við fylgi sitt og mælast með 12,9 prósenta fylgi, samanborið við 11 prósent í síðustu könnun. Það skilar flokknum níu þingsætum.

Viðreisn mælist með 10,9 prósenta fylgi og fengi sjö þingmenn kjörna. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn í síðustu kosningum.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna eykst lítillega milli mánaða og mælist 49,1%. Ríkisstjórnin heldur velli með 33 þingmenn, verði niðurstöður kosninga í samræmi við könnunina.

 

 

Vinstri græn mælast með 14,7 prósenta fylgi sem gefur flokknum tíu þingsæti og Framsóknarflokkur með 10,3 prósent, sem gefur sjö þingmenn. Báðir flokkar missa einn þingmann frá í kosningunum 2017.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,1% og fengi 16 þingmenn, rétt eins og í síðustu kosningum.

Miðflokkurinn mælist með 7,5 prósenta fylgi í könnuninni, sem er á pari við síðustu mælingar í þjóðarpúlsi Gallup. Það gæfi flokknum fimm þingsæti. Miðflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í kosningunum 2017.

Þá segjast 5,4% munu kjósa Sósíalista, og fengi flokkurinn þrjá þingmenn kjörna.

Flokkur fólksins mælist hins vegar með 4,2% fylgi og félli af þingi, yrðu það niðurstöður kosninga.

 
alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV