Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fjarðarheiðargöng á áætlun og verði tilbúin 2029

02.07.2021 - 13:47
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að vinna við undirbúning Fjarðarheiðarganga sé á áætlun og að enn sé stefnt að því að verklok verði árið 2029. Í samtali við Austurfrétt bregst hann við orðum bæjarfulltrúa í Múlaþingi sem fékk þau skilaboð á fundi með Vegagerðinni að fjóra milljarða vantaði til að hægt yrði að hefja framkvæmdir á næsta ári.

 

Sigurður Ingi segir á Austurfrétt að líklega valdi breytt fyrirkomulag við fjármögnun misskilningi. Göngin verði fjármögnuð bæði með ríkisframlagi og veggjöldum. Til standi að bjóða verkið út á næsta ári og hefja framkvæmdir 2023.

 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV