Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Engin glóð í gosinu

Eldgos á Reykjanesskaga 2. júlí 2021. Engin virkni.
 Mynd: Hörður Kristleifsson - Aðsend mynd
Engin glóð er sýnileg í aðalgíg eldgossins í Geldingadölum. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir það nokkur tíðindi en þó sé ekki hægt að lýsa því yfir að gosi sé lokið. Hugsanlega er allt á fullu undir yfirborðinu.

Mikil virkni var í eldgosinu seint í gærkvöldi og fram á nótt og flæddi nýtt hraun ofan í Nátthaga, en nú hefur virknin lognast út á yfirborðinu.

Kristín bendir á að áður hafi dregið úr virkni gossins tímabundið, en flæðið síðan aukist mikið á ný. 

Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, jarðvársérfræðingur hjá Vðurstofunni að svo virtist sem gosið væri komið í annan fasa með lotubundinni virkni.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV