Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Möguleiki á sólríkri helgi vestanlands

01.07.2021 - 08:00
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Frekar svalt er í veðri á vestanverðu landinu, en Veðurstofan spáir 8 til 13 stiga hita. Áfram verður sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. Um helgina léttir til Vestanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir að jafnvel geti orðið sólríkt á vesturlandi um helgina. Yfirleitt verður hiti 15 til 22 stig en þó eru líkur á stöku skúrum á víð og dreif.

Við gosstöðvarnar ríkir hæg suðlæg átt 5 til 10 metrar á sekúndu. Mengun berst því til norðurs og norðausturs og gæti orðið vart á Vatnsleysuströndinni og Höfuðborgarsvæðinu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV