Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Grjótflug úr Búðarárfossi á Seyðisfirði

01.07.2021 - 12:08
Mynd með færslu
 Mynd: Búðarárfoss - Aðalheiður Borgþórsdóttir
Enn er vel fylgjst með hlíðum ofan Seyðisfjarðar vegna vatnavaxta í hlýindum og mögulegra skriðuhættu en engar hreyfingar hafa sést á mælum. Búðará er vatnsmikil; lækkar í henni yfir nóttina en eykst aftur síðdegis. Í gær sá eftirlitsmaður Veðurstofunnar steina koma á flug niður Búðarárfoss og er fólk varað við því að vera á ferð nálægt fossinum.

Áin er að éta úr hliðum skriðunnar stóru sem féll í desember og er fólki ráðið frá því að ganga inn á milli varnargarða sem reistir voru beggja vegna Búðarár.
 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV