Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

„Enginn fær að kúga Kínverja“

01.07.2021 - 13:49
Erlent · Kína · Xi Jinping
epa06373606 China's President Xi Jinping waits during a signing meeting with Maldives President Abdulla Yameen at the Great Hall of the People in Beijing, , China, on December 07, 2017  EPA-EFE/FRED DUFOUR / POOL POOL
Xi Jinping, forseti Kína. Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Margir komu saman í Peking, höfuðborg Kína, í dag til að hlýða á forseta Kínverja, Xi Jinping. Efnt var til athafnarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli Kommúnistaflokksins. Herþotur flugu yfir og gestir sungu og lofuðu flokkinn. Xi Jinping var harðorður í garð Bandaríkjamanna í ræðu sinni og lagði áherslu á mikilvægi Kommúnistaflokksins fyrir framtíð Kína.

„Aðeins sósialisminn getur bjargað Kína og sósialismi á kínverska mátann mun þróa Kína. Enginn fær að kúga Kínverja, “ sagði Jinping. Þegar forsetinn hafði lokið við mál sitt tóku gestir að syngja kínverska lagið ,,Það verður engin ný Kína án Kommúnistaflokksins." 

Stirt hefur verið á milli Kínverja og Bandaríkjamanna og hafa tengsl ríkjanna versnað að undanförnu, sem meðal annars má rekja til viðskiptadeilna, njósna og kórónuveirufaraldursins. BBC greinir frá málinu í dag.

Munu ekki hlusta á „predikanir“

Xi Jinping sagði að Peking, höfuðborg Kína, myndi ekki hlusta á „predikanir“ annarra. Ljóst þykir að þessum orðum sé beint að Bandaríkjamönnum en kínversk stjórnvöld hafa meðal annars verið gagnrýnd fyrir aðgerðir sínar í Hong Kong og Taívan. Taívanar skilgreina sig sem fullveldi en Kínverjar telja Taívan heyra undir veldi Kína. Bandaríkjamenn styðja Taívana í deilunni og því ríkir mikill órói á milli ríkjanna þriggja.