Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn 7 ára stúlku

30.06.2021 - 16:08
Mynd með færslu
 Mynd: Eva Björk Benediktsdóttir - RÚV
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku þegar hún var sjö eða átta ára. Maðurinn braut á stúlkunni á heimili sínu og nýtti sér yfirburði sína gagnvart henni sem og traust hennar og trúnað til hans sem fjölskylduvinar. Hann játaði sök.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa skoðað myndir af barnaníð en á fartölvu sem lögreglan lagði hald á fannst 21 slík mynd í eyddum skrám. 

Í dómnum segir að maðurinn hafi frá upphafi rannsóknar gengist við þeim brotum sem  hann er sakfelldur fyrir. Þá hafi hann samið um greiðslu miskabóta til stúlkunnar.

Dómurinn taldi hins vegar að ekki væri hægt að horfa fram hjá því að þetta væru alvarleg brot sem beindust gegn ungu barni, hann hefði verið fjölskylduvinur og nýtt sér traust og trúnað stúlkunnar og foreldra hennar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV