Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Aukið eftirlit á Seyðisfirði vegna vatnavaxta í hitanum

30.06.2021 - 12:05
Seyðisfjörður í júní 2021
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Veðurstofan hefur aukið eftirlit á Seyðisfirði vegna vatnavaxta og mögulegrar aukinnar hættu á skriðuföllum. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsmanni Veðurstofunnar er mikil snjóbráð í fjöllum og er litur í öllum sprænum. Þéttriðnu neti mælitækja var komið fyrir í hlíðum eftir skriðuföllin í desember. Engar hreyfingar hafa sést á mælum nú.
runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV