Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hrekklausir hafa tapað talsverðu fé vegna svikapósta

Mynd með færslu
 Mynd: energepic.com - Pexels
Lögregla á Vestfjörðum varar við svikapóstum sem hafa borist fólki í formi smáskilaboða eða tölvupósta. Dæmi er um að fólk hafi orðið af talsverðum fjármunum með því að sinna slíkum skilaboðum.

Skilaboðin líta út eins og þær berist frá bankastofnunum eða öðrum þeim sem þjónusta viðskiptavini sína og iðulega er beðið um uppfærslu persónuupplýsinga. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

Lögregla hefur minnst tvisvar fengið tilkynningar um að fólk hafi orðið af talsverðum fjármunum eftir að hafa veitt slíkar upplýsingar. Þá hafi sendandi skilaboðanna nýtt sér vitneskjuna til að komast inn á bankareikninga viðkomandi.