Aurskriða féll úr vegbrún á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði á fjórða tímanum í dag. Talsvert tjón varð á húsunum en enginn slasaðist að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Stefán segir að vitað hafi verið af hættu af sprungu fyrir ofan veginn og því hafi staðið til að tryggja að jarðvegurinn færi ekki af stað.
Mynd:
Starfsfólk á vegum sveitarfélagsins var á staðnum þegar skriðan féll en ekki er talið að það hafi valdið því að jarðvegurinn fór af stað. Nú er verið að moka frá húsunum og kanna skemmdir að sögn Stefáns.