Karítas - Eternity

Mynd: Sony Music / Eternity

Karítas - Eternity

28.06.2021 - 15:00

Höfundar

Karítas hóf tónlistarferil sinn sem plötusnúður og gekk svo til liðs við hljómsveitina Reykjavíkurdætur árið 2018 þar sem hún söng og rappaði. Eitt leiddi af öðru og nú hefur hún sent frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Eternity.

Karítas Óðinsdóttir byrjaði að vinna að sinni fyrstu sólóplötu í janúar 2020 með þremur tónlistarmönnum og pródúserum, þeim Daða Frey, Einari Má og Eðvard Óliverssyni.

Eternity er níu laga plata með frumsömdum lögum tónlistarkonunnar. Textarnir sem eru líka eftir hana fjalla um spennu og flækjustig sem getur myndast við það að elska einhvern sem er ekki tengdur sjálfum sér, eins og segir í tilkynningu frá tónlistarkonunni. Platan sé sorglegt ferðalag en fjalli fyrst og fremst um ástina í allri sinni undrun og brjálæði.

Eternity, fyrsta sólóplata Karítasar, er plata vikunnar á Rás 2 og verður spiluð í heild sinni ásamt kynningum hennar á tilurð lagana eftir 10-fréttir í kvöld auk þess að vera aðgengileg í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: Sony music - Eternity
Karítas - Eternity