Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ríkisstjórnin boðar afléttingu sóttvarna

Mynd: RÚV / RÚV
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar klukkan 11 um afléttingu sóttvarna og aðgerðir á landamærunum. Fundurinn verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og táknmálstúlkaður á RÚV2.

Viðbúið að tilkynnt verði um verulega tilslökun á sóttvörnum. Sóttvarnalæknir sagði í fréttum RÚV í gær að ástæða væri til að slaka á enda væru hátt í 90% fólks 16 ára og eldra bólusett með fyrri sprautu hið minnsta. 

Hægt er að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir ofan. 

 

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV