Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Gunnar Salvarsson - Harrison og Stranglers

Mynd með færslu
 Mynd: Rá 2 - Rás 2

Gunnar Salvarsson - Harrison og Stranglers

25.06.2021 - 17:37

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Gunnar Salvarsson Bítlatímasérfræðingur með meiru. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Rattus Norvegicus, fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Stranglers.

Þessi tímamótaplata kom út 15. Apríl árið 1977 þegar pönkið var að riðja sér til rúms í Bretlandi og Stranglers er yfirleitt talin meðal helstu pönksveita Bretlands en sitt sýnis hverjum um það í dag eins og alla tíð. Platan seldist vel þegar hún kom út og er ein mest selda pönk-plata sögunnar.

Platan átti upphaflega að heita Dead on arrival en nafninu var breytt á síðustu stundu í latínuheiti rottunar sem býr t.d. í holræsunum ? Rattus Norvegicus.

Platan var tekin upp á einni viku og hefur að geyma það sem var á efnisskrá hljómsveitarinnar á tónleikum á þessum tíma. Upptökustjóri plötunnar sem er látinn hét Martin Rushent en hann var líka t.d. með Human League og Buzzcocks.

Platan lenti í 10. Sæti yfir plötur ársins hjá NME á sínum tíma og lagið Peaches af plötunni í 18. Sæti yfir lög ársins. Síðar setti NME plötuna í 196. sæti yfir bestu plötur allra tíma og hún er á fullt af allskyns listum sem hinir og þessi fjölmiðlar hafa gert gegnum tíðina yfir bestu plötur sögunnar, þetta er plata sem hafði áhrif á margt sem á eftir henni kom.

Á Rattus Norvegicus er Stranglers sándið komið fullskapað; Taktfastar trommur, lítill gítar, dansandi hljómborð og kraftmikill bassi JJ. Burnell.

Platan inniheldur nokkur af þekktustu lögum Stranglers sem eru enn á tónleikaprógrammi sveitarinnar sem er enn starfandi. Lög eins og Peaches, (Get a) Grip (on yourself) og Hanging around.

Vintage caravan - Hell
The Jam - In the city
The Stranglers - Sometimes (plata þáttarins)
Gojira - Amazonia
VINUR ÞÁTTARINS
Tom Petty & Heartbrakers - Louisiana rain
The Byrds - Eight miles high
SÍMATÍMI
The Stranglers - Hanging around (plata þáttarins)
Cream - White room (óskalag)
Big Country - In a big country (óskalag)
Tesla - Changes (óskalag)
Kiss - C´mon and love me
Hellacopters - Toy´s and flowers
The Gang of Youths - The angel of 8th avenue
The Small Faces - You need lovin (óskalag)
AC/DC - High voltage
GESTUR FUZZ - GUNNAR SALVARSSON
Rolling Stones - Emotional rescue
GUNNAR II
George Harrison - What is life
GUNNAR III
George Harrison - Art of dying
The Stranglers - Peaches (plata þáttarins)
Neil Young - Winterlong
 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Elíza Newman - Beatles og Wings

Popptónlist

Lalli í 12 Tónum, CSN&Y og ZZ Top

Popptónlist

Jakob Smári - Utangarðsmenn og Deep Purple

Popptónlist

Grímur Atla - Sonic Youth og CCR