Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Clippers minnkaði muninn gegn Phoenix Suns

epa09300036 Los Angeles Clippers forward Paul George (L) reacts after scoring in the last seconds next to Phoenix Suns forward Mikal Bridges (R) during the second quarter of game 3 of the NBA playoffs Western Conference finals between the Phoenix Suns and the Los Angeles Clippers at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 24 June 2021.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Clippers minnkaði muninn gegn Phoenix Suns

25.06.2021 - 09:07
Los Angeles Clippers minnkaði muninn í einvígi sínu á móti Phoenix Suns í úrslitum vesturdeildar NBA í körfubolta í gærkvöld. Clippers vann 14 stiga heimasigur, 106-92.

Phoenix hafði unnið fyrstu tvo leikina í Arizona, 120-114 og 104-103. Þar sem það þarf að vinna fjóra leiki til að komast í úrslitin um NBA meistaratitilinn þurfti Clippers nauðsynlega á sigri að halda í gær til að lenda ekki með bakið þétt upp við vegginn fræga. Clippers menn gerðu það sem þurfti til að halda sér á floti og uppskáru sigur.

Paul George fór fyrir Clippers í stigaskorun og skoraði 27 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. George hefur verið stigahæstur í öllum þremur leikjum einvígisins. Hjá Phoeniz var Deandre Ayton stigahæstur í gærkvöld með 18 stig auk þess að taka níu fráköst. Liðin mætast í fjórða leik annað kvöld í Staples Center í Los Angeles.

Sigurvegari vesturdeildar mætir svo sigurvegara austurdeildar í úrslitum um NBA meistaratitilinn. Í austurdeildinni er aðeins einn leikur búinn í úrslitum. Atlanta Hawks vann þriggja stiga útisigur á Milwaukee Bucks, 116-113 í fyrrakvöld. Þessi fjögur lið hafa ekki beint mikla sigurhefð, og því mikil stemning hjá liðunum að bæta úr því.

Hvorki Phoenix Suns né Los Angeles Clippers hafa orðið NBA meistarar. Milwaukee Bucks vann NBA meistaratitilinn í fyrsta og eina sinn árið 1971 og Atlanta Hawks vann í eina sinn árið 1958. Eins og kúltúrinn í Bandaríkjunum er, þá hafa þessi lið þó ekki endilega verið fastsett á sama stað alla sína tíð. Þannig var Hawks liðið staðsett í St. Louis þegar liðið vann meistaratitilinn 1958 en ekki í Atlanta. Bucks hefur hins vegar verið í Milwaukee frá stofnun.