Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Björgunarsveitir leita manns við gosstöðvarnar

25.06.2021 - 20:02
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, auk leitar- og sporhunda, hafa verið kallaðar að gosstöðvunum við Fagradalsfjall til að leita manns sem er saknað. Hann varð viðskila við eiginkonu sína um þrjú-leytið í dag og þegar hraðleit á svæðinu skilaði ekki árangri var aukið við viðbragðið. 

Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að um 100-200 manns leiti á svæðinu. Fólkið hafi verið komið upp í fjöll hjá gígnum, í leiðindaveðri. „Já, það er rok og rigning og vont skyggni,“ segir hann. 

Uppfært 22:40: Leitin hefur ekki enn borið árangur og skyggnið er mjög slæmt.