Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sprengjudeild sérsveitar að störfum í Bríetartúni

24.06.2021 - 23:18
epa04957376 Exterior view of the headquarters of the low-cost carrier WOW Air in Reykjavik, Iceland on 27 September 2015.  EPA/MIKKO PIHAVAARA
 Mynd: EPA
Sprengjudeild sérsveitarinnar var kölluð út að vinnusvæði í Bríetartúni í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var frágangi sprengiefnis sem unnið er með á vinnusvæðinu ábótavant og stafaði hætta af. 

Á lóðinni sem um ræðir voru áður höfuðstöðvar flugfélagsins Wow, en þar stendur nú til að reisa nýjar höfuðstöðvar Skattsins.

Nokkur fjöldi sérsveitarmanna er á vettvangi, en lögreglan staðfestir í samtali við fréttastofu að hættu hafi verið afstýrt. Málið fer þó til rannsóknar hjá lögreglu og getur endað með sektargreiðslu.

 

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV