Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Play hóf sig til flugs í morgun

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir Eyjólfsson - RÚV
Flugfélagið Play fór í sitt fyrsta flug kl. 11:00 í morgun og var ferðinni heitið til Stanstead-flugvallar í úthverfi Lundúna. Fréttamaður hitti fyrir áhafnarmeðlimi og skoðaði sig um í vélinni sem er sú fyrsta sem PLAY fær til notkunar.

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, sagði af þessu tilefni að um stóran dag væri að ræða eftir 2 ára undirbúning, og um leið talaði hann um risadag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sagði hann í því sambandi að vonir stæðu til að bæði íslenskur efnahagur og um leið ferðaþjónustan myndu finna fyrir veru PLAY á markaðnum, eins og það var orðað.

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir Eyjólfsson - RÚV

Hlutafjárútboð í PLAY hófst í morgun kl. 10:00 og stefnir félagið að því að ná allt að 4,3 milljörðum króna í nýtt hlutafé. Áætlanir Play gera ráð fyrir að tekjur þess gætu numið 25 milljón dollurum eða tæpum 3,1 milljarði króna á þessu ári.

Birgir sagði flugfélagið ótrúlega spennt að taka á móti farþegum sínum í þessu fyrsta flugi um leið og hann óskaði farþegum góðrar ferðar til Lundúna. Hafin væri uppreisn í ferðaþjónustu og efnahagslífi.

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir Eyjólfsson - RÚV