Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Dönskukennsla verði endurskoðuð

Mynd með færslu
 Mynd: Ung norræn - Aðsend
Endurskoða þarf dönskukennslu í íslensku skólakerfi til að tryggja að hún geri Íslendingum kleift að taka þátt í norrænu samstarfi til fulls. Þetta segir í ályktun Ung norræn, ungmennadeildar Norræna félagsins.

Stjórn félagsins telur það skyldu stjórnvalda að tryggja að Íslendingar séu ekki eftirbátar í norrænu samstarfi.

Aðalfundur ungmennadeildarinnar fór fram í dag og var stjórn félagsins kjörin á fundinum. Viktor Ingi Lorange var kjörinn forseti félagsins en auk hans voru Eva Brá Önnudóttir, Benedikt Bjarnason, Geir Finnsson og Geir Zoega kjörin í stjórn.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV