Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Launavísitalan hækkaði um 0,4% í maí

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Laun hækkuðu að jafnaði um 0,4% á milli mánaða í maí, samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. 

Vísitalan hefur hækkað skarpt síðustu mánuði, en árshækkun hennar mælist nú um 7,5%.

Launavísitalan mælir breytingar á tímakaupi sem greitt er fyrir umsaminn vinnutíma. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að hluta þeirrar hækkunar megi rekja til styttingu vinnutíma.

Frá því samið var stytting vinnuvikunnar tók gildi í fyrstu kjarasamningum í nóvember 2019 hefur vísitalan hækkað um 13,0%, en mat Hagstofunnar er að hækkunin án áhrifa styttingar sé um 11,6%. 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV