Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Íslandsbanki birtir hluthafalistann

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Erlendir sjóðir og íslenskir lífeyrissjóðir eru áberandi á lista yfir stærstu hluthafa í Íslandsbanka. Viðskipti með bréf í bankanum hófust í gær og hækkuðu bréfin um 20 prósent frá útboðsgengi.

Íslandsbanki hefur birt lista yfir 20 stærstu hluthafa í bankanum að undanskildum ríkissjóði sem enn heldur á stærsta hlutnum. Er þetta listinn eins og hann leit út að loknu hlutafjárútboði og kann að vera að breytingar hafi orðið á honum eftir viðskipti gærdagsins.

Capital World sjóðurinn er stærsti næst stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 3,8 prósenta hlut. Erlendir fjárfestingasjóðir eru raunar níu talsins á þessum lista, en samanlagður hlutur þeirra er 8,7 prósent. Listinn í heild sinni:

1. Ríkissjóður 65%

2. Capital World 3,8%

3. Gildi lífeyrissjóður 2,3%

4. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 2,3%

5. RWC assed advisors US 1,5%

6. LSR A-deild 1,2%

7. Almenni lífeyrissjóðurinn 0,8%

8. Mainfirst affiliated fund managers 0,8%

9. Silver Point Capital 0,6%

10. Eaton Vance Management 0,6%

11. Brú lífeyrissjóður 0,5%

12. Stapi lífeyrissjóður 0,4%

13. IS EQUUS Hlutabréf 0,4%

14. IS Hlutabréfasjóðurinn 0,4%

15. Frankling Templeton Investment Management 0,4%

16. Premier fund managers 0,4%

17. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 0,3%

18. LSR B-deild 0,3%

19. Birta lífeyrissjóður 0,3%

20. Fiera Capital 0,3%

21. Shroder Investments Management 0,3%