Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Heróp í bólusetningu Pfizer og fólk hvatt til að mæta

23.06.2021 - 16:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tilkynnt var um mikinn fjölda fólks í röð við Laugardalshöll upp úr klukkan þrjú og þá leit út fyrir að ekki yrði til nóg fyrir alla. Nú um klukkan fjögur er þó staðan önnur. Engin röð sé lengur við Laugardalshöllina og um þúsund skammtar eru enn eftir.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hvetur alla sem vilja til að mæta í Laugardalshöll.