Í dag er leyfilegt að nýta fjórðung pallanna og því mega um 22.500 manns mæta á leiki eins og staðan er núna.
Undanúrslitin verða spiluð á þriðjudegi og miðvikudegi, 6. og 7. júlí, og úrslitin sjálf sunnudaginn 11. júlí.
Áhorfendur munu þurfa að fylgja stífum reglum, sýna fram á neikvætt covidpróf eða skírteini um fulla bólusetningu allavega tveimur vikum fyrir viðkomandi leik.
„Það eru frábærar fréttir að svo margir stuðningsmenn geti barið leikina þrjá í úrslitum mótsins augum á Wembley. Síðasta eina og hálfa árið hefur sýnt okkur hversu stóran þátt þeir eiga í leiknum,“ segir Aleksander Ceferin, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins.
The UK government has announced that more than 60,000 fans will be permitted at the #EURO2020 semi-finals and final at Wembley Stadium, increasing attendance to 75% of capacity for each game.
Full story:
— UEFA (@UEFA) June 22, 2021