Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Kennir mótmælum um fjölgun dauðsfalla vegna COVID-19

epa08972122 Inhabitants of the town of Bosa walk through gravestones with names of people who died with COVID-19, in the south of Bogota, Colombia, 28 January 2021. The high number of deaths and infections due to the coronavirus pandemic led the Mayor of Bogota to start an educational campaign in a district that included the use of tombstones to raise awareness of the danger of COVID-19. The initiative called 'the covid-19 kills, don't risk your life' based its strategy on including the use of black tombstones on which the names of more than 800 people in the district of Bosa who died with COVID-19 are written.  EPA-EFE/Mauricio Duenas Castaneda
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Fjöldi látinna  af völdum kórónuveirufaraldursins í Suður-Ameríkuríkuríkinu Kólumbíu fór yfir eitt hundrað þúsund í gær. Undanfarinn sólarhring létust 650 Kólumbíumenn úr COVID-19.

Ástandið í landinu er nú það versta frá því faraldurinn skall á. AFP fréttaveitan greinir frá því Kólumbía sé nú í fjórða sæti hlutfallslega yfir þau ríki álfunnar þar sem faraldurinn hefur dregið fólk til dauða og í sjötta sæti hvað snertir smit.

Þúsundir Kólumbíumanna hafa undanfarnar vikur mótmælt stjórnarháttum Ivan Duque forseta á götum úti. Forsetinn fullyrðir nú að komast hefði mátt hjá meira en tíu þúsund dauðsföllum með því einu að fólk léti af mótmælunum.

Tilfellum COVID-19 tók að fjölga mjög í landinu í apríl síðastliðnum og þá gripu heilbrigðisyfirvöld til harðra sóttvarnaraðgerða á borð við útgöngubann að kvöldlagi í stærstu borgum landsins.

Það hindraði mótmælendur þó ekki í því að flykkjast út á göturnar þar sem þeir tókust á við þungvopnaða her- og lögreglumenn.