Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Fujimori forsetaframbjóðandi sleppur við varðhald

epa09280690 The right-wing presidential candidate for the Popular Force party Keiko Fujimori arrives to a press conference from her partisan premises in the center of Lima, Peru, 17 June 2021. The leftist candidate Pedro Castillo won the presidential elections with 50.12 percent of the votes, while running against right-wing candidate Keiko Fujimori, who obtained 49.87 percent, after a evaluation of 100 percent of the tally sheets during the second round of presidential elections in Peru. Despite the fact that the National Office of Electoral Processes (ONPE) concluded with the calculation of the vote, the winner cannot yet be proclaimed because the Fujimori party Fuerza Popular has requested the cancellation of approximately 200,000 votes due to alleged irregularities attributed to a table fraud.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Dómari í Perú hafnaði í gær kröfu saksóknara um að hneppa forsetaframbjóðandann Keiko Fujimori í varðhald. Krafan byggir á því að hún átti í samskiptum við vitni í spillingarmáli sem rekið hefur verið gegn henni. Það var henni ekki heimilt að gera samkvæmt ákvæðum reynslulausnar.

Dómarinn brýndi fyrir Fujimori að fara að þeim kröfum sem reynslulausn hennar byggir á en hún á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisdóm, verði hún sakfelld í málinu.

Hún er sökuð um að hafa þegið ólöglegar greiðslur í kosningasjóð úr hendi brasilíska stórfyritækisins Odebrecht fyrir forsetakosningarar árin 2011 og 2016, en hún tapaði naumlega í bæði skiptin.

Fujimori hefur ávallt neitað öllum ásökunum, hún sat í sextán mánaða varðhaldi vegna málsins en fékk lausn til reynslu í maí á síðasta ári.

Enn hefur ekki verið skorið endanlega úr um sigurvegara forsetakosninganna sem haldnar voru í landinu 6. júní síðastliðinn. Mjög mjótt var á munum með Fujimori og vinstri manninum Pedro Castillo.

Hún sakaði Castillo um svindl strax að kosningum yfirstöðnum og krafðist þess að atkvæði yrðu talin að nýju. Stuðningsmenn beggja frambjóðenda kölluðu eftir því um helgina að óvissu vegna niðurstöðu kosninganna yrði umsvifalaust eytt.  

Keiko Fujimori er dóttir Alberto Fujimori sem var forseti Perú frá 1990 til 2000. Fujimori var síðar ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir spillingu og mannréttindabrot í stjórnartíð sinni.