Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Varað við hvassviðri á vestanverðu landinu

21.06.2021 - 01:17
Mynd með færslu
 Mynd: Þráinn Hauksson
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri á vestanverðu landinu. Samkvæmt spá Veðurstofunnar gengur í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu með rigningu, en hvassara verður í vindstrengjum á Vesturlandi. 

Einar segir að á norðanverðu Snæfellsnesi megi reikna með hviðum allt að 30 til 35 metra á sekúndu frá því klukkan ellefu og þar til síðdegis. Það eigi eins við norðan Skarðsheiðar frá hringveginum við Seleyri að Skeljabrekku. 

Veðurstofan spáir suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu á vestanverðu landinu og dálítilli vætu þar en hægum vindi og þurrviðri í öðrum landshlutum. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV