Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lokunin þungt högg fyrir klassíska tónlistarmenn

Mynd með færslu
 Mynd: salir.is

Lokunin þungt högg fyrir klassíska tónlistarmenn

21.06.2021 - 12:20

Höfundar

Menningarsetrinu Hannesarholti var lokað í dag, að óbreyttu til frambúðar. Hallveig Rúnarsdóttir, formaður félags íslenskra tónlistarmanna, segir þetta mjög sorglega stöðu þar sem mikill skortur sé á tónleikaaðstöðu af þessari stærðargráðu í Reykjavík.

 

Hannesarholt hefur haldið úti menningarsetri í sögufrægu húsi Hannesar Hafstein frá árinu 2013 en húsið var reist árið 1915. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, forstöðukona Hannesarholts, sagði í kvöldfréttum í gær að fjármagn stofnunarinnar væri á þrotum og ekki væri hægt að halda henni gangandi lengur. Hannesarholt er sjálfseignarstofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni en hefði hún verið einkahlutafélag rekið í hagnaðarskyni hefði Hannesarholt átt rétt á svokölluðum COVID-styrk upp á tuttugu milljónir. 
Hallveig Rúnarsdóttir segir þetta mikið högg fyrir klassíska tónlistarmenn á Íslandi. 

Mynd með færslu
 Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hallveig Rúnarsdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna

 

„Þrengt mjög að möguleikum til tónleikahalds“

Í tilkynningu frá klassískri deild Félags íslenskra tónlistarmanna segir að mjög sé þrengt að möguleikum til tónleikahalds í klassíska geiranum með lokun Hannesarholts en einnig hafi verið minnkaður stuðningur Listasafns Íslands við tónleikahald í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þá hafi báðir þessir staðir verið ómetanlegur vettvangur klassískra tónlistarmanna hérlendis til fjölda ára og séu þetta því afar slæmar fréttir. 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hannesarholti lokað

Stjórnmál

Hannesarholt í viðræðum við hið opinbera um reksturinn

Menningarefni

Heldur tónleika til að styrkja Hannesarholt