Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Leituðu að göngufólki í vetrarveðri í átta tíma

21.06.2021 - 12:12
Hrafntinnusker 21. júní 2021.
 Mynd: Hálendisvakt Björgunarsveitann
Hálendisvakt björgunarsveitanna sinnti í gær tólf klukkustunda útkalli í slæmu skyggni við leit að göngufólki sem ekki skilaði sér í skálann við Álftavatn á boðuðum tíma. Eftir um átta klukkustunda leit fannst tjald gögnumannanna sem höfðu villst af leið í slæmu skyggni og tjaldað á fjallshrygg.

„Þrátt fyrir að dagatalið sýni að langt sé liðið á júní endurspegla aðstæður á hálendinu það ekki en snjór er víða mjög mikill,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélagi Landsbjargar. 

Hann ítrekar fyrir göngufólki að áætla meiri tíma í lengri göngur á hálendinu á næstunni vegna snjóa og hvetur alla til að afla sér viðunandi upplýsinga um aðstæður. 

Meðfylgjandi mynd er af skálanum í Hrafntinnuskeri.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV