Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hafa frest fram í október til að skila Svíum bóluefninu

FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
Íslensk stjórnvöld hafa frest fram í október til að skila þeim 24 þúsund skömmtum af Janssen-bóluefninu sem fengnir voru að láni frá Svíþjóð. Heilbrigðisráðuneytið stefnir þó að því að skila bóluefninu fyrr og hefja endurgreiðslur strax í næsta mánuði.

Þetta staðfestir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Bóluefnið frá Svíþjóð fór strax í notkun og samkvæmt yfirliti á covid.is hafa rúmlega 37 þúsund verið bólusettir með bóluefninu. Ólíkt hinum þremur bóluefnunum sem hafa verið notuð hér á landi gegn COVID-19 þarf aðeins einn skammt af Janssen-bóluefninu.  Til stendur að bólusetja 10 þúsund með bóluefninu í þessari viku.

Margrét segir að í næsta mánuði standi einnig til að skila þeim 16 þúsund skömmtum af AstraZeneca-bóluefninu sem Norðmenn lánuðu í apríl. Bóluefnið hefur ekki verið notað í Noregi. 

Rúmlega 38 þúsund Íslendinga bíða þess nú að fá seinni skammtinn af bóluefninu og von er á 19 þúsund skömmtum frá lyfjaframleiðandanum um næstu helgi.  Hugsanlegt er að þeir sem hafa fengið AstraZeneca þurfi að fá annað bóluefni í seinni sprautunni og er þá helst horft til Pfizer.

Heilbrigðisráðherra hefur sagt að allir, 16 ára og eldri, eigi að vera búnir að fá boð í bólusetningu á föstudag eða 25. júní. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV