Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Atkvæðagreiðsla um vantraust á Löfven

epa09280399 Prime Minister Stefan Lofven speaks during a press conference at Rosenbad in Stockholm, Sweden, 17 June 2021. Sweden's government will be facing a no-confidence vote in the parliament on 21 June which three opposition parties said would back.  EPA-EFE/Janerik Henriksson  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Stefans Löfvens, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefst í sænska þinginu klukkan tíu að staðartíma. Það er er klukkan átta að íslenskum tíma.

Það voru Sviþjóðardemókratar sem lögðu tillöguna fram á fimmtudaginn var. Nái tillagan fram að ganga verður Löfven fyrsti forsætisráðherra Svíþjóðar til að verða felldur með þeim hætti.

Ríkisstjórnin hefur aðeins þriðjung atkvæða að baki en hún er skipuð Jafnaðarmannaflokki forsætisráðherrans og Græningjum. Þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins hafa varið stjórnina.

Vinstriflokkurinn styður vantrauststillögu Svíþjóðardemókratanna ásamt Moderötum og Kristilegum demókrötum. Til að tillagan nái fram að ganga þurfa 175 af 349 þingmönnum að samþykkkja hana.

Flokkarnir sem styðja hana hafa á 181 þingmanni að skipa og allar tilraunir til að friða Vinstriflokkinn hafa verið án árangurs. Þrátt fyrir strangar sóttvarnareglur vegna COVID-19 hafa því allir þingmenn verið boðaðir til atkvæðagreiðslunnar. 

Verði vantraust samþykkt hefur Löfven viku til að efna til kosninga eða segja af sér og þá kemur það í hlut þingforsetans Andreas Norlén að koma á viðræðum flokkana um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Stjórnmálaskýrendur benda á að það gæti allt eins komið í hlut Löfvens. 

Kveikjan að vantrauststillögunni er sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að aflétta hömlum á hámarki leiguverði nýs íbúðarhúsnæðis sem Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, segir svik við sænska velferðarlíkanið.

Forsætisráðherrann ber þær ásakanir af sér og segist verja líkanið af ráðum og dáð, öllum stundum.