Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þrjú börn særðust í skotárás í afmælisveislu

20.06.2021 - 09:07
epa03320002 A handgun for sale at Chuck's Firearms gun store in Atlanta, Georgia USA, 27 July 2012. Reaction to the mass shooting at a movie theater in Aurora, Colorado, has included calls for further restrictions on certain weapons and high capacity
 Mynd: EPA
Þrjú börn og einn fullorðinn særðust í skotárás í Toronto í Kanada í gærkvöld. Árásin var gerð þar sem verið var að halda upp á eins árs afmæli barns utandyra. Börnin sem særðust voru eins árs, fimm ára og ellefu ára. Eitt barnið er sagt í lífshættu og annað með alvarleg sár. Eins árs barnið særðist lítillega. 23 ára karlmaður særðist einnig í árásinni.

Lögreglan í Toronto sagði í gær að nokkurra árásarmanna væri leitað en hafði ekki upplýsingar um hverjir þeir væru né hvers vegna þeir hefðu hafið skothríð. 

Ron Taverner, yfirmaður hjá lögreglunni sagði að svo virtist sem það hefði ekki verið sérstakt markmið árásarmanna að skjóta þau sem urðu fyrir árásinni, svo virtist sem þau hefði aðeins verið á staðnum og þess vegna hefði það verið skotið.