Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ósátt við veru Boga á auglýsingu Kvenréttindafélagsins

20.06.2021 - 16:33
Mynd með færslu
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir mynd Kvenréttindafélags Íslands í auglýsingu sem birtist í gær á kvenréttindadeginum. Þar eru ýmsar konur og karlar sem raðast upp svipað eins og fulltrúar á frægu málverki af þjóðfundinum 1851. Sólveig Anna lýsir óánægju sinni með að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sé meðal þeirra sem eru á myndinni.

Sólveig Anna segir að ekki sé nema rétt ár síðan Bogi hafi leitt eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hafi á Íslandi. Hún vísar til þess að stjórnendur Icelandair sögðust ætla að semja við annað verkalýðsfélag en Flugfreyjufélag Íslands þegar fyrirtækið og félagið stóðu í kjaradeilu. Á sama tíma hafi átt að láta flugmenn, sem séu karlastétt, ganga í störf flugfreyja.

Meðal annarra sem eru á myndinni er Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, sem gagnrýndi aðgerðir Icelandair í fyrra harðlega.

Mynd með færslu
Mynd með færslu
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV