Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta

20.06.2021 - 04:13
epa09284825 (FILE) - Iranian presidential candidate Ebrahim Raisi greets the crowd during an election campaign rally in city of Eslamshahr, southern of Tehran, Iran, 06 June 2021. Iranians will vote in a presidential election on 18 June 2021 (Reissued 19 June 2021). According to an interior ministry official, Raisi won 17.8 million votes, so far. More than 28 million Iranians out of 59 million eligible voters had cast thier ballots in the Iranian Presidential election.  EPA-EFE/ABEDIN TAHERKENAREH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessum ummælum Liors Haiat talsmanns ísraelska utanríkisráðuneytisins á vef sínum, en hann fullyrðir að Íranir stefni ótrauðir að smíði kjarnorkusprengju.

Raisi sem tekur við embætti í ágúst gegnir nú embætti æðsta dómara landsins,

Bandaríkin beina refsiaðgerðum gegn honum persónulega og er sem dómari talinn bera ábyrgð á fjöldaaftökum á þúsundum pólítískra fanga árið undir lok níunda árautgarins. Haiat kallar Raisi þess vegna slátrararann frá Teheran og mannréttindasamtök hafa krafist rannsóknar á aðild hans. 

Eftir að sigur Raisis var ljós kváðust bandarísk stjórnvöld harma að Írönum hefði verið meinað að kjósa forseta með lýðræðislegum hætti. Þó yrði óbeinum viðræðum við Íran um kjarnorkusáttmála stórveldanna frá 2015 ekki slitið.  

Nú um helgina standa yfir viðræður vegna kjarnorkusáttmálans og enn ber nokkuð í milli. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði samningnum upp árið 2018 og tók að beita Írani viðskiptaþvingunum nýju.

Í upphaflega samningnum fólst að Íran drægi úr kjarnorkustarfsemi sinni gegn því að stórveldin hættu þvingunum sínum.   

Raisi heitir því að efla traust á ríkistjórninni og kveðst ætla sér að verða leiðtogi allrar þjóðarinnar.

Talsmaður Hamas fagnaði kjörinu og Vladimír Pútín óskaði Raisi til hamingju líkt og leiðtogar Sýrlands, Íraks, Tyrklands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV