Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hörð kosningabarátta að baki í Armeníu - kosið í dag

20.06.2021 - 05:50
epa09287594 An Armenian woman casts her ballot at a polling station in Yerevan, Armenia, 20 June 2021. Armenians headed to the polls for early parliamentary election in which candidates Prime Minister Nikol Pashinyan and former President Robert Kocharyan are considered the favorites The early parliamentary election caused by a political crisis in the country after defeat in the Nagorno-Karabakh conflict with Azerbaijan last year.  EPA-EFE/NAREK ALEKSANYAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þingkosningar eru í Armeníu í dag. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra boðaði til kosninganna í mars síðastliðnum í von um að leysa stjórnarkreppu sem ríkti í landinu frá undirritun vopnahléssamkomulags við Asera.

Pashinyan játar að hafa gert mistök í stríðinu um héraðið Nagorno-Karabakh en vonist þó til að fá endurnýjað umboð kjósenda. Hann kveðst þess fullviss að ná sextíu prósentum atkvæða þótt skoðanakannanir bendi til að svo verði ekki.

Helsti keppinautur Pashinyans er Robert Kocharyan fyrrverandi forseti Armeníu. Auk flokks hans keppast tveir aðrir um hituna en allir þrír eiga það sameiginlegt að líta á forsætisráðherrann sem höfuðandstæðing sinn.

Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna enda sé áhugi kjósenda lítill en þó hafi kosningabaráttan verið illvíg. 

Líklegt er talið að forystumenn flokkanna efni til mótmæla að kosningum loknum. Bæði Rússar og Tyrkir fylgjast með að kosningarnar fari vel fram.