Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Guðjón útnefndur Reykvíkingur ársins

20.06.2021 - 11:45
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Guðjón Óskarsson er Reykvíkingur ársins 2021. Hann hlýtur nafnbótina fyrir frumkvæði sitt við að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum borgarinnar.

Guðjón missti vinnu sína við ferðaþjónustu í faraldrinum, og tók þá upp á því að hreinsa klessur af gangstéttum, og notar til þess sérstaka vél. Honum telst til að tyggjóklessurnar séu orðnar fleiri en 56.000 frá upphafi.

Guðjón opnaði Elliðaárnar í morgun í boði borgarstjóra og Stangveiðifélags Reykjavíkur, og handlék stöngina af engu minna öryggi en tyggjóklessuvélina, þótt gæftirnar væru minni í laxveiðinni en klessuhreinsuninni.
 

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd