Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bercow skiptir um flokk og gagnrýnir Boris Johnson

20.06.2021 - 12:08
epa07431592 A grab from a handout video made available by the UK Parliamentary Recording Unit shows John Bercow, Speaker of the British Parliament, addressing Scottish National Party (SNP) MP Ian Blackford after British Prime Minister Theresa May reacted to him during a debate at the House of Commons parliament in London, Britain, 12 March 2019. British parliament will vote on British Prime Minister May's amended Brexit deal later in the day. Theresa May wants parliament to back her 'improved' withdrawalk agreement she has negotiated with the EU over the so-called 'backstop'. The United Kingdom is officially due to leave the European Union on 29 March 2019, two years after triggering Article 50 in consequence to a referendum.  EPA-EFE/UK PARLIAMENTARY RECORDING UNIT / HANDOUT MANDATORY CREDIT: UK PARLIAMENTARY RECORDING UNIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Breska þingið
John Bercow, fyrrum forseti neðri málstofu breska þingsins, er genginn til liðs við Verkamannaflokkinn. Hann segir Íhaldsflokkinn undir stjórn Borisar Johnson popúlískan flokk sem daðri á stundum við útlendingaandúð.

Frá þessu greinir Bercow í viðtali við dagblaðið Observer sem birtist í dag. Hann segir nauðsynlegt að skipta um ríkisstjórn landsins og telur Verkamannaflokkinn betur til þess fallinn en Íhaldsflokk Borisar Johnson.

Bercow gagnrýnir forsætisráðherrann harðlega, segir hann standa sig vel í kosningaherferðum en illa þegar á reynir í stjórn landsins. Hann segir Íhaldsflokkinn undir stjórn Johnson popúlískan flokk sem stundum daðri við útlendingaandúð. 

Hér má lesa fréttaskýringu um John Bercow - Maðurinn sem hrópaði „order“

Bercow gegndi embætti þingforseta í áratug en sagði starfi sínu lausu haustið 2019. Hann þótti litríkur þingforseti og er eflaust mörgum eftirminnilegur fyrir tilraunir sínar til að halda ró í þingsalnum.

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV