Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Sló 31 árs gamalt heimsmet í kúluvarpi

epa08655208 Ryan Crouser of USA in action during the men's Shot Put at the 2020 Golden Spike Ostrava athletics meeting as part of the World Athletics Continental Tour in Ostrava, Czech Republic, 08 September 2020.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA

Sló 31 árs gamalt heimsmet í kúluvarpi

19.06.2021 - 11:35
Bandaríski kúluvarparinn Ryan Crouser bætti 31 árs gamalt heimsmet þegar hann kastaði kúlunni 23,37 metra á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana.

Þar með féll eitt af elstu heimsmetunum í frjálsum íþróttum en Crouser bætti þarna heimsmet landa síns Randy Barnes sem hafði átt metið frá árinu 1990 þegar hann kastaði 23,12 metra.

Crouser sem er ríkjandi Ólympíumeistari í kúluvarpi frá því í Ríó fyrir fimm árum sló heimsmetið í sínu fjórða kasti á mótinu í Eugene í Oregon fylki. Hann hafði þegar bætt heimsmet Barnes í kúluvarpi karla innanhúss fyrr á þessu ári þegar hann kastaði 22,82 metra.

Hér fyrir neðan má sjá heimsmetskast Crouser.

Tengdar fréttir

Frjálsar

Ólympíumeistarinn komst í fámennan hóp

Frjálsar

Tvö heimsmet fallið það sem af er ári