Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Helena aftur í Hauka fyrir næsta tímabil

Mynd með færslu
 Mynd:

Helena aftur í Hauka fyrir næsta tímabil

19.06.2021 - 20:12
Körfuknattleikslið Hauka í úrvalsdeild kvenna fékk veglegan liðsstyrk í dag þegar skrifað var undir samning við Helenu Sverrisdóttur, nýkrýndan Íslandsmeistara. Helena þekkir vel til hjá Haukum sem tapaði úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í ár gegn Val sem er félagið sem Helena kemur úr.

Helena fór frá því að spila upp alla yngri flokka Hauka til TCU í Bandaríkjunum og flakkaði svo um Evrópu sem atvinnumaður þangað til hún kom aftur til Hauka. Aftur hélt Helena út og um mitt tímabil 2018-2019 snéri hún heim og gekk þá til liðs við Val.

Helena var í barneignafríi hluta af leiktíðinni en hún var með 13.5 stig, 9.6 fráköst og 4.8 stoðsendingar í 24 leikjum.