Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Delta-afbrigðið fer mikinn á Bretlandseyjum

epa09272824 A woman looks over the Covid-19 Memorial Wall in London, Britain, 15 June 2021. British Prime Minister Boris Johnson has announced on 14 June, a month long delay to lockdown easing regulations. The UK government is to delay for a further four weeks to full reopening due to a significant rise in Delta variant Covid-19 cases across England.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kórónuveirutilfellum á Bretlandseyjum hefur fjölgað nokkuð undanfarna viku. Langflest ný smit má rekja til svokallaðs Delta-afbrigðis, sem er mjög smitandi og talið eiga uppruna sinn á Indlandi.

Nú eru um það bil 119 þúsund Bretar smitaðir af COVID-19 og nánast hvert eitt og einasta með Delta-afbrigðið samkvæmt upplýsingum þarlendra heilbrigðisyfirvalda.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einhver munur sé milli landsvæða, hæst hlutfall smita er í norðvesturhluta Englands en þar er einn af hverjum 180 smitaður. Lægst er hlutfallið á austur Englandi en einn af hverjum 2.480 íbúum þar er með COVID-19. 

Ekki liggja fyrir tölur hlutfall smita í Skotlandi og á Norður Írlandi. Í Wales er það enn á móti 1.500 en landsmeðaltal sýnir að einn af hverjum 540 Bretum er smitaður af COVID-19. 

All nokkur fjölgar í hópi smitaðra unglinga og ungra fullorðinna en síður hjá fólki sem komið er yfir 35 ára aldur. Rannsóknir sýna jafnframt að bóluefni veita góða vörn gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar.