Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ákærðir fyrir samsæri gegn kínverskum stjórnvöldum

epa09278576 Apple Daily CEO Cheung Kim Hung (R) is escorted by officers in a police van as he leaves the office of Next Media, publisher of Apple Daily, in Hong Kong, China, 17 June 2021. Hong Kong's national security police arrested five directors of the Apple Daily newspaper on suspicion of conspiracy to collude with foreign forces under the China-imposed legislation.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Aðalritstjóri og framkvæmdastjóri útgáfu dagblaðsins Apple Daily voru leiddir fram fyrir dómara í Hong Kong í dag en þeir eru ákærðir fyrir samsæri gegn stjórnvöldum í Kína. 

Þannig eru þeir Ryan Law og Cheung Kim-hung ákærðir á grundvelli öryggislaga fyrir leynimakk við erlent ríki eða önnur utanaðkomandi öfl sem ógna öryggi kínverska ríkisins.

Það eru þeir sagðir hafa gert með því að skrifa og birta greinar í Apple Dailey en AFP fréttastofan hefur eftir lögreglu að það kalli á alþjóðlegar refsiaðgerðir. 

Fimm stjórnendur blaðsins voru handteknir í áhlaupi öryggislögreglu á fimmtudagsmorguninn en aðeins Law og Cheung hafa verið ákærðir. Hinum þremur var sleppt gegn tryggingu meðan mál þeirra er rannsakað. 

Þetta er í fyrsta sinn sem pólítísk viðhorf og skoðanir fjölmiðils í Hong Kong eru rannsökuð á grundvelli öryggislaganna umdeildu sem sett voru síðasta sumar.

Yfirlýstur tilgangur laganna er að bæla allt andóf í borginni en Apple Daily og Jimmy Lai, fangelsaður útgefandi þess, hafa stutt lýðræðishreyfinguna þar með ráðum og dáð. 

Fjöldi fólks var viðstatt upphaf réttarhaldanna yfir Cheung og Law, þar á meðal starfsfólks blaðsins.

AFP greinir frá því að margt þess óttist um framtíð Apple Daily og að líklegt sé að það sem gerðist á ritstjórnarskrifstofum endurtaki sig gagnvart öðrum fjölmiðlum í Hong Kong.