Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Að mestu skýjað og víða skúrir í hæglætisveðri

19.06.2021 - 07:30
Mynd með færslu
 Mynd: RUV/Grímur - RUV
Veðurstofan spáir því að í dag gangi í hæga norðlæga átt 5 til 10 metra á sekúndu vestantil á landinu, en að hægari breytileg átt verði annars staðar. Að mestu verður skýjað og víða skúrir, einkum inn til landsins síðdegis.

Búist er við að hiti verði yfirleitt á bilinu sjö til tólf stig yfir daginn. Á morgun, sunnudag, má gera ráð fyrir fremur hægri vestlægri átt og að áfram verði víða skúrir.

Síðdegis á morgun snýst í vaxandi suðvestanátt og 8 til  13 metra á skúndu en annað kvöld tekur að rigna vestantil á landinu. Á mánudag snýst í sunnanátt með rigningu í flestum landshlutum. 

Við gosstöðvarnar í Geldingadölum var hæg norðanátt í nótt og fram eftir degi en snýst í norðvestan 8 til 13 metra á sekúndu síðdegis. Það verður til þess að gas frá gosstöðvunum berst til suðurs og síðar til suðausturs.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV