Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Víða skýjað um helgina en hlýrra loft framundan

18.06.2021 - 07:19
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Víða verður skýjað og skúrir á víð og dreif um helgina en Norðurland sleppur að mestu. Hitinn víðast 5 til 10 stig. 

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að nú fari að bera á hlýrra lofti. Það muni þó taka það nokkra daga að berast til landsins og því þurfi að sýna þolinmæði. Spár gera ráð fyrir að kalda loftið, sem legið hefur yfir landinu að undanförnu, víkji fyrir því hlýrra strax eftir helgi.