Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar

Mynd með færslu
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Mynd: RÚV
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Bjarnheiði í dag og að ferðaþjónustan bíði eftir þessum ráðstöfunum. Hún rifjar upp að ætlunin hafi verið að gera það 1. júlí eða taka upp einfalda skimun fyrir alla. Því hafi verið frestað til 15. júlí hið minnsta.

Ferðamenn sem eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu fara nú í eina sýnatöku á landamærunum og gildir það til fyrsta júlí. Óbólusettir þurfi að sýna neikvætt PCR-próf, fara í tvær sýnatökur og fimm daga sóttkví.

Bjarnheiður segir sóttkvína takmarkandi því ekki sé alls staðar jafn langt komið með bólusetningar og hér á landi. Bjarnheiður segir nú tekið að bera á Evrópubúum meðal ferðamanna en síðustu vikur hafi Bandaríkjamenn verið í meirihluta.