Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Markalaust í stórleik dagsins

epa09284190 Luke Shaw (C) of England in action during the UEFA EURO 2020 group D preliminary round soccer match between England and Scotland in London, Britain, 18 June 2021.  EPA-EFE/Matt Dunham / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Markalaust í stórleik dagsins

18.06.2021 - 22:29
England og Skotland mættust í D-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var lokaleikur dagsins en leikið var á hinum sögufræga Wembley leikvangi og var leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu.

Leikurinn var frekar lokaður heilt yfir og liðin gáfu fá færi á sér, Jordan Pickford átti nokkrar góðar vörslur í marki Englendinga og þá fengu heimamenn gott færi undir lok fyrri hálfleiks en brást bogalistin.

Lokatölur 0-0 í fremur bragðdaufum leik, þetta var annað jafnteflið í riðlinum í dag en Tékkland og Króatía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik dagsins.

Úrslitin þýða að Tékkar eru efstir í riðlinum með 4 stig, England er sömuleiðis með fjögur og Króatar og Skotar í þriðja og fjórða sætinu með eitt stig.